Ein stórkostlegasta kaka sem þú hefur smakkað var að koma úr ofninum, en það er súkkulaðikaka með kampavínsrjóma. Hversu fullkomið hljómar það?
Kaka með kampavínsrjóma sem slær öll met
Botnar:
- 150 g smjör
- 250 g dökkt súkkulaði
- 300 g sykur
- 4 egg
- 150 g hveiti
- 2 msk. kakó
- ½ tsk. lyftiduft
Kampavínsrjómi:
- 2 dl kampavín
- 100 g sykur
- 4 dl rjómi
Aðferð:
- Bræðið smjörið í potti og takið af hitanum.
- Saxið súkkulaðið og bræðið það í smjörinu Pískið sykur og egg saman í sirka 2 mínútur og blandið súkkulaðiblöndunni því næst saman við.
- Blandið hveiti saman við kakó og lyftiduft og setjið út í deigið. Hellið því næst deiginu í þrjú form klædd bökunarpappír, 22 cm. Bakið botnana við 175° í 25 mínútur.
- Krem: Blandið kampavíni og sykri saman í skál og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp. Setjið skálina ofan í aðra skál með vatni og klökum. Bætið rjómanum út í og pískið í sirka 4-5 mínútur eða þar til þeytt.
- Setjið rjómann á milli súkkulaðibotnanna og jafnvel á toppinn. Skreytið kökuna t.d. með makrónum og berið afganginn af rjómanum fram með kökunni. Stráið smá flórsykri yfir kökuna til að setja punktinn yfir i-ið.