Það jafnast fátt við góða súpu. Súpa er eitt það notalegasta sem hægt er að snæða, þá sérstaklega á köldum vetrardögum. Þessi er sérstök og mun koma þér skemmtilega á óvart.
Uppáhaldssúpan með bræddum osti
- 3 msk. ólífuolía
- 5 stórir laukar, skornir þunnt
- flögusalt — við notum Norðursalt
- 1,5 tsk hveiti
- ¼ bolli þurrt hvítvín eða koníak
- 2 lítrar beinaseyði
- 2 lárviðarlauf
- 6 timíangreinar, plús aðeins meira til skrauts
- 1 msk. sérríedik
- 8 brauðsneiðar af góðu brauði
- 100 g gruyéreostur, rifinn
Aðferð:
- Hitið olíu í stórum potti á meðalhita. Steikið lauk og 1,5 tsk af salti. Lækkið undir og hrærið af og til í lauknum þar til mjúkur í 10 mínútur.
- Hækkið aftur á meðalhita og haldið áfram að hræra í lauknum þar til brúnn og karamelliseraður, í 40-50 mínútur. Ef botninn á pottinum verður of dökkur er bætt við 4-5 msk af vatni.
- Stráið hveiti yfir laukinn og steikið áfram í 2 mínútur. Bætið hvítvíni eða koníaki saman við og því næst eru beinaseyðið og jurtirnar sett saman við. Látið malla í 15-20 mínútur, hrærið þá edikinu saman við.
- Undirbúið brauðið á bökunarplötu og stráið osti yfir ásamt smávegis fersku timían. Ristið í ofni þar til gyllt á lit í 1 mínútu og berið fram ofan á súpunni.