Hér er einn af þessum réttum sem þú getur setið endalaust með skálina fyrir framan þig og nartað í þótt þú sért löngu búinn að fá nóg. Hvernig er hægt að standast ostafyllt tortellini með öllum heimsins bestu hráefnum?
Salatið sem þú getur ekki hætt að borða
- 450 g ostafyllt tortellini
- 1 krukka sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- 3 bollar grænkál
- ¼ bolli fetaostur
- 3 msk. graskersfræ
- 2 msk. ferskt kóriander
Dressing:
- 3 msk. límónusafi
- 1,5 msk. hunang
- ¼ bolli ferskt kóríander
- 2 hvítlauksrif, marin
- ¼ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- Rauðar piparflögur
- ⅓ bolli ólífuolía
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og veltið því svo saman við grænkálið og sólþurrkuðu tómatana. Dreypið smá dressingu yfir og veltið saman.
- Bætið ostinum saman við graskersfræin og bætið við kóríander eftir þörfum. Saltið og piprið.
- Berið fram heitt eða kalt. Bragðast jafnvel betur eftir að hafa fengið að standa í smá tíma í kæli.
- Dressing: Setjið límónusafa, hunang, hvítlauk, kóríander, salt, pipar, piparflögur og ólífuolíu saman í blandara og blandið vel saman. Dressingin geymist vel í nokkra daga í ísskáp í lokuðu íláti.