Hér ertu að fara nota flottustu sveppina sem þú kemst yfir ásamt kryddpylsu. Þessi réttur er stórkostlegur fyrir bragðlaukana svo ekki sé minna sagt.
Stórkostlegur pastaréttur (fyrir 4)
- 500 g ferskt pasta
- 250 g portobello-sveppir
- 250 g sveppir
- 100 g keisarahattar
- 4 msk. smjör til steikingar
- Salt og pipar
- 1 stór laukur
- 2 stór hvítlauksrif
- Handfylli fersk steinselja
- Handfylli ferskt timían
- 300 g ítölsk kryddpylsa, t.d. salsiccia
- 1 dl hvítvín
- 2 dl grænmetiskraftur
- 75 g parmesan
Aðferð:
- Hreinsið sveppina og skerið í þunnar skífur. Steikið þá í stórum potti upp úr helmingnum af smjörinu. Kryddið með salti og pipar.
- Saxið laukinn og pressið hvítlaukinn. Saxið steinseljuna og timían (geymið smá af timían til skrauts). Setjið laukana og kryddjurtirnar út í pottinn með sveppunum. Skerið pylsuna í litla bita og setjið út í pottinn þar til gegnumsteikt.
- Hellið hvítvíni og grænmetiskrafti út í pottinn og látið suðuna koma upp. Setjið þá restina af smjörinu út í og leyfið sósunni að malla þar til hún byrjar að þykkna.
- Rífið parmesan-ostinn niður og bætið honum út í sósuna í pottinum rétt áður en borið er fram.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og berið fram með sveppasósunni – skreytið með fersku timían.