Ef eitthvað gefur okkur vatn í munninn þá eru það þessar bollur hér – því allt sem er þakið osti er efst á óskalistanum. Kjúklingabollur með nóg af parmesan og hvítlauksspaghettí er hér á boðstólnum.
Kjúklingabollur löðrandi í osti
- 2 hvítlaukshausar
- Ólífuolía
- 450 g kjúklingahakk
- 1 stórt egg
- 2 hvítlauksrif, marin
- ½ bolli nýrifinn paremesan, + smá auka ostur
- ¼ bolli brauðrasp
- 3 msk. ferskar kryddjurtir, t.d. basilika, steinselja, timían eða oreganó
- 1 tsk. þurrkuð basilika
- 1 tsk. þurrkuð steinselja
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- 1 bolli rifinn mozzarella
- 450 g spaghettí
- ¼ bolli nýrifinn parmesan
- 1-2 krukkur af marinara-sósu
- Fersk basilika til skrauts
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190°.
- Skerið toppinn af hvítlaukshausunum og nuddið hvítlaukinn létt þannig að hýðið losni af. Setjið um ½ tsk. af ólífuolíu ofan á hvítlaukinn og pakkið þeim inn í álpappír. Ristið í ofni í 45 mínútur.
- Takið fram stóra skál og blandið saman kjúklingahakki, eggi, ólífuolíu, hvítlauk, parmesan, brauðraspi, basiliku, steinselju, salti og pipar. Mótið í bollur. Þú getur aðeins bleytt hendurnar til að blandan klístrist ekki eins mikið við þegar þú rúllar í bollur.
- Setjið um hálfa krukku af marinara-sósu í smurt eldfast mót og leggið bollurnar þar ofan á með smá millibili. Setjið smá sósu yfir hverja bollu og setjið rifinn mozzarella yfir. Bakið í 25-30 mínútur.
- Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum og setjið síðan í stóra skál. Dreypið smá ólífuolíu yfir. Þegar hvítlaukurinn er bakaður, kreistið hann þá úr álpappírinum og út í spaghettíið. Setjið um ¼ bolla af parmesan saman við og blandið létt saman.
- Berið bollurnar fram með spaghettí og jafnvel góðu brauði. Skreytið með ferskri basiliku.