Meiriháttar mexíkóskur vetrarréttur

Chili con carne er frábær fjölskylduréttur, og hér með avókadósalsa.
Chili con carne er frábær fjölskylduréttur, og hér með avókadósalsa. mbl.is/Spisbedre.dk_Lea Kaae

Mexíkóskur réttur af bestu gerð. Hér er upplagt að tvöfalda uppskriftina og bjóða stórfjölskyldunni í mat, því þetta er rétturinn sem allir elska.

Chili con carne með avókadósalsa

  • 1 laukur
  • 2 stórir hvítlaukar
  • ½ rautt chili
  • ½ msk. ólífuolía til steikingar
  • 400 g nautahakk
  • 1 msk. reykt paprikukrydd
  • 1 tsk. kanill
  • ½ msk. kúmmen
  • Salt og pipar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 70 g tómatpúrre
  • 1 dl nautakraftur
  • 1 dós svartar baunir
  • 30 g dökkt súkkulaði
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • Hrísgrjón
  • Sýrður rjómi

Avókadósalsa:

  • 2 þroskuð avókadó
  • 1 lítill rauðlaukur
  • Handfylli ferskt kóríander
  • ½ rautt chili
  • 1 lime
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Saxið lauk, hvítlauk og chili og steikið upp úr olíu á pönnu.
  2. Setjið nautahakkið út á pönnuna ásamt kryddum og steikið. Bætið hökkuðu tómötunum út á pönnuna ásamt púrré og nautakrafti. Látið malla í 10 mínútur.
  3. Setjið svörtu baunirnar út á pönnuna og smakkið til með súkkulaði, rauðvínsediki, salti og pipar. Látið malla á meðan þið undirbúið restina af máltíðinni.
  4. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  5. Berið fram chili con carne með avókadósalsa, hrísgrjónum og sýrðum rjóma.

Avókadósalsa:

  1. Skerið avókadóinn í litla bita. Saxið rauðlaukinn smátt og kóríanderinn gróflega. Saxið chili smátt.
  2. Blandið öllu saman í skál og kreistið lime-safa út í og ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Spis Bedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka