Kjúklingasalat á 10 mínútum

Hér er eitt fljótlegt og svakalega gott kjúklingasalat.
Hér er eitt fljótlegt og svakalega gott kjúklingasalat. mbl.is/alt.dk_Anders Schønnemann

Hér ertu að fá frá­bæra upp­skrift þegar tím­inn er naum­ur og mag­inn kall­ar á mat ekki seinna en núna.

Full­komið kjúk­linga­sal­at þá bæði í há­deg­is- sem og kvöld­mat. Og það má endi­lega bæta við vín­berj­um, möndl­um, peru eða vor­lauk til að bragðbæta enn þá meira.

Kjúklingasalat á 10 mínútum

Vista Prenta

Kjúk­linga­sal­at á 10 mín­út­um (fyr­ir 2)

Dress­ing:

  • 1 msk. bal­sa­mike­dik
  • 1 msk. dijons­inn­ep
  • 1 msk. fljót­andi hun­ang

Fyll­ing:

  • 1 stór kjúk­linga­bringa (við mæl­um með kjúk­lingi frá Ali)
  • 3 sell­e­rístilk­ar
  • 1 blaðlauk­ur
  • 1 epli
  • 1 hjarta­sal­at
  • 1 lítið rauðkál
  • sjáv­ar­salt - við not­um alltaf Norður­salt

Aðferð:

  • Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í dress­ing­una.
  • Steikið kjúk­ling­inn á pönnu og skerið í litla bita.
  • Saxið sell­e­rí og blaðlauk­inn smátt.
  • Skerið eplið í þunna báta og rífið salöt­in í minni bita.
  • Blandið öllu sam­an, veltið dress­ing­unni sam­an við í lok­in og sáldrið ögn af sjáv­ar­salti yfir.

Upp­skrift: Alt.dk

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka