Holla útgáfan af Snickers-bitum

Snickers-bitar í hollari kantinum. Einstaklega góðir með kaffibollanum.
Snickers-bitar í hollari kantinum. Einstaklega góðir með kaffibollanum. mbl.is/© 42Raw

Þessi uppskrift kallar á alla Snickers-unnendur sem eru að passa upp á línurnar. Því hér ertu að fá fullkomna vegan bita sem rífa ekki í samviskuna.

Uppskriftin kemur frá 42°Raw sem leggur áherslu á plöntufæði, vegan- og glútenfrían mat. En þeir reka frábæra veitingastaði víðs vegar um Kaupmannahöfn.

Holla útgáfan af Snickers-bitum

Botn:

  • 350 g döðlur (lagðar í bleyti)
  • ½ g vanillusykur
  • 75 g hnetur
  • 160 g hnetusmjör

Súkkulaðilag:

  • 55 g kakósmjör
  • 40 g kakó
  • 45 g agave-síróp

Á toppinn:

  • 100 g salthnetur

Aðferð:

Botn:

  1. Hrærið mjúku döðlunum saman þar til blandan verður slétt.
  2. Hrærið restinni af hráefnunum saman við.
  3. Setjið massann í ferkantað form.

Súkkulaðilag:

  1. Bræðið kakósmjörið.
  2. Hrærið restinni af hráefnunum saman við þar til allt hefur blandast vel saman.

Samsetning:

  1. Setjið súkkulaðið ofan á döðlubotninn.
  2. Dreifið salthnetunum yfir.
  3. Setjið í kæli í 2 tíma og skerið svo í bita. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert