Eitt vinsælasta snakk allra tíma er eflaust poppkorn – það elska það allir. Hér eru popp-boltar, stútfullir af leynihráefnum sem gefa ómótstæðilegt bragð. Þessir boltar eru stökkir undir tönn og svo vinsælir að slegist er um þá.
Popp-boltar sem slegist er um (12 stórir boltar)
- ½ bolli maíisbaunir
- ½ msk. grape-seed olía
- ½ bolli maple-síróp
- ¾ bolli organic brúnt hrísgrjónasíróp
- 1/3 bolli þurrkað mangó, skorið í litla bita
- 4 msk. graskersfræ
- 4 msk. pekanhnetur, saxaðar
- 4 msk. kasjúhnetur, saxaðar
- 2 msk. möndlur, saxaðar
- ¼ tsk. sjávarsalt
Aðferð:
- Takið fram stóran pott og hitið grape-seed olíuna á meðalhita ásamt maísbaununum. Hristið pottinn reglulega til að baunirnar brenni ekki við.
- Setjið poppkorn, hnetur og mango í skál og blandið saman.
- Takið fram litla pönnu og hitið maple-sírópið og hrísgrjónasírópið ásamt salti. Hrærið stöðugt í á meðan þar til blandan er orðin alveg þunn.
- Hellið blöndunni yfir poppkornið og veltið öllu saman.
- Setjið inn í ísskáp í 15-20 mínútur þar til hefur harðnað örlítið.
- Formið poppblönduna í bolta, og þrýstið vel eins og um snjóbolta væri að ræða.
- Setjið í loftþétt box og geymið inn í ísskáp fyrir næsta kósíkvöld eða borðið sem millimál.
Uppskrift: ahousinthehills.com
Stökkir undir tönn og fullir af bragðmiklum hráefnum.
mbl.is/ahousinthehills.com