Hinn fullkomni helgarmatur

Nautaspjót með parmaskinku, pasta með spínatpestó og paprikusalat - nammi …
Nautaspjót með parmaskinku, pasta með spínatpestó og paprikusalat - nammi namm! mbl.is/Femina.dk_Columbus Leth

Hér eru hakkbollur vafðar í stökka parmaskinku með meðlæti — og útkoman verður hin fullkomna máltíð þegar þú vilt hafa eitthvað extra gott í matinn. Uppskriftin er miðuð við fjóra.

Hinn fullkomni helgarmatur

Nautaspjót

  • 400 g nautahakk
  • Salt og pipar
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 6 parmaskinkusneiðar
  • Ólífuolía
  • Raspaður sítrónubörkur
  • Tréspjót

Pasta með spínatpestó

  • ½ bakki ferskt spínat
  • 10 möndlur
  • 20 g nýrifinn parmesan
  • 1/2-1 dl vatn
  • Salt og pipar
  • 250 g heilhveitipasta

Paprikusalat

  • 2 rauðar paprikur
  • ½ búnt steinselja
  • ¼ dl ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið hvítlauk saman við nautahakkið og saltið og piprið. Formið 12 litlar bollur úr hakkinu. Skerið hverja parmaskinku í tvennt og vefjið þeim utan um bollurnar.
  2. Steikið bollurnar upp úr olíu á pönnu þar til gegnumsteiktar og stingið því næst trépinna í gegnum þær.
  3. Raspið sítrónubörk yfir bollurnar.

Paprikusalat

  1. Setjið paprikurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í ofni við 200° í 15 mínútur þar til koma stórir blettir á paprikurnar. Setjið paprikurnar í poka og lokið. Eftir 10 mínútur getur þú auðveldlega tekið efsta lagið af. Skerið paprikurnar í strimla og fjarlægið kjarnann.
  2. Saxið steinseljuna. Dreypið ólífuolíu yfir paprikurnar, saltið, piprið og stráið steinselju yfir.

Pasta með spínatpestó

  1. Blandið spínatinu saman við möndlur, parmesan og ólífuolíu í matvinnsluvél eða blandara – jafnið til með vatni ef þarf. Smakkið til með salti og pipar.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og blandið því saman við pestóið.
  3. Berið spínatið fram með kjötbollum og volgu paprikusalati.

Uppskrift: Femina.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert