Hér eru hakkbollur vafðar í stökka parmaskinku með meðlæti — og útkoman verður hin fullkomna máltíð þegar þú vilt hafa eitthvað extra gott í matinn. Uppskriftin er miðuð við fjóra.
Hinn fullkomni helgarmatur
Nautaspjót
- 400 g nautahakk
- Salt og pipar
- 2 stór hvítlauksrif
- 6 parmaskinkusneiðar
- Ólífuolía
- Raspaður sítrónubörkur
- Tréspjót
Pasta með spínatpestó
- ½ bakki ferskt spínat
- 10 möndlur
- 20 g nýrifinn parmesan
- 1/2-1 dl vatn
- Salt og pipar
- 250 g heilhveitipasta
Paprikusalat
- 2 rauðar paprikur
- ½ búnt steinselja
- ¼ dl ólífuolía
- Salt og pipar
Aðferð:
- Blandið hvítlauk saman við nautahakkið og saltið og piprið. Formið 12 litlar bollur úr hakkinu. Skerið hverja parmaskinku í tvennt og vefjið þeim utan um bollurnar.
- Steikið bollurnar upp úr olíu á pönnu þar til gegnumsteiktar og stingið því næst trépinna í gegnum þær.
- Raspið sítrónubörk yfir bollurnar.
Paprikusalat
- Setjið paprikurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í ofni við 200° í 15 mínútur þar til koma stórir blettir á paprikurnar. Setjið paprikurnar í poka og lokið. Eftir 10 mínútur getur þú auðveldlega tekið efsta lagið af. Skerið paprikurnar í strimla og fjarlægið kjarnann.
- Saxið steinseljuna. Dreypið ólífuolíu yfir paprikurnar, saltið, piprið og stráið steinselju yfir.
Pasta með spínatpestó
- Blandið spínatinu saman við möndlur, parmesan og ólífuolíu í matvinnsluvél eða blandara – jafnið til með vatni ef þarf. Smakkið til með salti og pipar.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og blandið því saman við pestóið.
- Berið spínatið fram með kjötbollum og volgu paprikusalati.
Uppskrift: Femina.dk