Hunangsgljáður lax með geggjuðu meðlæti

Frábær uppskrift að laxi með ristuðu grænmeti.
Frábær uppskrift að laxi með ristuðu grænmeti. mbl.is/Howsweeteats.com

Við látum ekki svona uppskrift úr hendi sleppa. Hér er laxinn marineraður og borinn fram með ristuðu rósakáli. Það má endilega bæta hrísgrjónum eða kartöflum með á diskinn – eða því sem hugurinn girnist.

Hunangsgljáður lax með geggjuðu meðlæti

  • 4 hvítlauksrif, marin
  • ¼ bolli sojasósa
  • 1/3 bolli hunang
  • Nýmalaður pipar
  • 900 g lax (eða hvaða fiskur sem þú vilt)
  • 450 g rósakál, skorið til helminga eða í fjóra bita
  • Sítróna skorin í báta, til að kreista yfir réttinn eftir smekk
  • Ferskar jurtir eins og basilika, oregano eða graslaukur til að skreyta

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Takið fram litla skál og pískið hvítlauk, sojasósu og hunang.
  3. Leggið laxinn fyrir miðju á bökunarplötunni.
  4. Setjið rósakálið (skorið í bita) í skál og hellið helmingnum af hunangsblöndunni yfir. Penslið síðan restinni af blöndunni yfir laxinn og piprið. Og ef eitthvað er eftir af blöndunni getur þú penslað aftur yfir laxinn eftir að hann bakast.
  5. Ristið laxinn og rósakálið í ofni í 15 mínútur þar til laxinn fer auðveldlega í sundur með gaffli og rósakálið er byrjað að fá á sig karamellugljáa.
  6. Skerið laxinn í bita og berið fram með rósakáli, ferskum kryddjurtum og sítrónubátum.

Uppskrift: How Sweet Eats

mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert