Toscanadraumur með rjóma

Djúsí kjúklingur í rjómasósu með spínati og sólþurrkuðum tómötum.
Djúsí kjúklingur í rjómasósu með spínati og sólþurrkuðum tómötum. mbl.is/Therecipecritic.com

Hér er einn af þessum réttum sem bragðast eins og fínasta veitingastað, en er sáraeinfaldur í framreiðslu og gælir við bragðlaukana. Kjúklingabringur steiktar á pönnu og baðaðar upp úr rjóma með sólþurrkuðum tómötum og spínati.

Toscanadraumur með rjóma

  • 700 g kjúklingabringur frá Ali
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 bolli rjómi
  • ½ bolli kjúklingakraftur
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • 1 tsk. ítalskt krydd
  • ½ bolli parmesan-ostur
  • 1 bolli spínat
  • ½ bolli sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

  1. Setjið ólífuolíu á pönnu og steikið kjúklinginn á meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til eldaður. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið á disk.
  2. Setjið rjómann á pönnuna ásamt kjúklingakrafti, hvítlaukssalti og parmesan. Pískið saman á meðalhita þar til sósan byrjar að þykkna.
  3. Bætið spínati saman við og sólþurrkuðu tómötunum og látið malla þar til spínatið hefur fallið saman.
  4. Setjið kjúklinginn aftur út á pönnuna og berið fram með pasta eða góðu brauði.

Uppskrift: Alyssa Rivers

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert