Við erum að nota þessa hluti kolvitlaust

En hvað með pastaskeiðina – til hvers er gatið á …
En hvað með pastaskeiðina – til hvers er gatið á henni? Jú til að vatnið leki í gegn þegar þú tekur pastað upp með skeiðinni. En bíðið róleg, því gatið er einnig mælieining á hversu miklu spaghettíi er reiknað með fyrir eina manneskju. mbl.is/Today.com

Veistu til hvers gatið í pastskeiðinni er? Hvað með örina á bensínmælinum? Það er svo margt sem við spáum aldrei í en hefur stórkostlegan tilgang sem við verðum að deila með ykkur.

Flest okkar þekkjum þetta gamla góða trix en við látum …
Flest okkar þekkjum þetta gamla góða trix en við látum það samt flakka. Flipinn á dósinni er ekki einungis til að opna og njóta, því þú getur snúið honum í 180° og stungið rörinu þar í gegn svo það haldist kyrrt. mbl.is/Otroski.rtvslo.si
Hver ætli tilgangurinn með hankanum sé aftan á skyrtum? Ef …
Hver ætli tilgangurinn með hankanum sé aftan á skyrtum? Ef þú ert að ferðast og það eru engin herðatré innan handar til að hengja skyrtuna upp getur þú notað hankann og hengt skyrtuna upp á snaga. mbl.is/Youtube.com
Hefurðu tekið eftir litla gatinu sem er við enda málbandsins? …
Hefurðu tekið eftir litla gatinu sem er við enda málbandsins? Ekki við heldur! En þetta gat hefur stóran tilgang. Ef þú ert ein/n að brasa með bandið, getur þú rekið nagla þarna í gegn og dregið málbandið í allar áttir eins og þér sýnist. mbl.is/Tapoos.com
Og nú þegar við vitum til hvers gatið er á …
Og nú þegar við vitum til hvers gatið er á málbandinu, þá er rétt að vita hvað kanturinn á að gera fyrir okkur. Jú, hann er til að merkja það sem við erum að mæla, með því eina að ýta járninu létt niður og gera þannig „merki“ um staðsetninguna. mbl.is/Toolsourcedirect.com
Mörg okkar halda að gatið í haldi pönnunnar sé til …
Mörg okkar halda að gatið í haldi pönnunnar sé til þess að hengja hana upp, sem er að vissu leyti rétt. En gatið er líka til að staðsetja sleifina eða pískarann svo allt sullist ekki út um allt á meðan þú eldar. mbl.is/thisisinsider.com
Tannstönglar með skrautlegum enda eru ekki bara til skrauts. Endinn …
Tannstönglar með skrautlegum enda eru ekki bara til skrauts. Endinn er í raun ætlaður til að brjóta af og leggja á borðið svo tannsöngullinn geti hvílt þar eftir notkun. mbl.is/Youtube.com
Margar túpur hafa lítinn odd á toppnum og hann er …
Margar túpur hafa lítinn odd á toppnum og hann er svo sannarlega ekki þar að ástæðulausu. Þú einfaldlega notar hann á filmuna sem hylur kremið í túpunni til að gera gat á hana. mbl.is/Aminoapps.com
Veistu eitthvað hvað örin á bak við bensíndæluna á mælinum …
Veistu eitthvað hvað örin á bak við bensíndæluna á mælinum þínum þýðir? Jú, hún sýnir þér hvoru megin bensíntankurinn er á bílnum. Brilliant! mbl.is/Gordonsauoatl.com
Hurðarhúnar úr brassi eru ekki bara fallegir á að líta, …
Hurðarhúnar úr brassi eru ekki bara fallegir á að líta, þeir hafa líka áhrif á heilsuna. Brass drepur nefnilega bakteríur og miðað við hversu oft við snertum hurðarhúna, þá er þetta alls ekki fráleitur kostur. mbl.is/Willowandstone.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert