Gljáð andabringa með sjúklegu salati

Litríkt og gómsætt salat með gljáðri andabringu.
Litríkt og gómsætt salat með gljáðri andabringu. mbl.is/Femina.dk_ Winnie Methmann

Hér er réttur sem dekrar magann og augun á sama tíma – svo fallegur er hann. Dásamlegur réttur með appelsínugljáðri andabringu. Hér er tilvalið að notast við afganga frá jólamatnum ef einhver er með önd á boðstólnum og styðjast þá við salatuppskriftina með.

Gljáð andabringa með sjúklegu salati

  • ¼ ferskt rauðkál
  • 150 g ferskt grænkál
  • 3 msk. ólífuolía
  • ½ sítróna
  • 1 tsk. hunang
  • 1 tsk. dijonsinnep
  • Salt og pipar
  • 4 stórar gulrætur
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 10 þurrkaðar fíkjur
  • 1 dl saltaðar möndlur

Appelsínugljáð andabringa:

  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. sojasósa
  • 1 appelsína
  • 2 andabringur
  • Smjör til steikingar
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Blandið saman í litlum potti hunangi, sojasósu, appelsínusafa og röspuðum appelsínuberki. Látið suðuna koma upp og látið malla í 5 mínútur þar til byrjar að þykkna.
  3. Skerið rákir í andabringurnar með beittum hníf og saltið og piprið. Steikið bringurnar á pönnu upp úr smjöri með skinnið niður þar til stökkt. Snúðu þá bringunum við og takið pönnuna af hitanum. Hellið gljáanum yfir bringurnar og setjið pönnuna inn í ofn í 10 mínútur. Leyfið síðan kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þú skerð það niður í skífur.

Salat:

  1. Saxið rauðkálið og grænkálið.
  2. Hrærið olíu, sítrónusafa, hunangi, sinnepi, salti og pipar saman og hellið dressingunni yfir kálin tvö. Blandið vel saman með fingrunum.
  3. Skrælið gulræturnar, skerið í pappírsþunnar skífur. Skerið rauðlaukinn í mjög þunna báta.
  4. Skerið fíkjurnar í skífur og saxið möndlurnar gróflega.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál og setjið síðan á fat. Raðið gljáðri andabringunni yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert