Ef það er eitthvað sem ætti að æra bragðlaukana þá er það þessi kjúklingaréttur sem á rætur að rekja til Mexíkó — eða því sem næst. Þetta er réttur sem allir í fjölskyldunni elska og er fremur auðvelt að búa til.
Mexíkóskur kjúklingaréttur
Fyrir fjóra
- 4 kjúklingabringur
- 2 msk. krydd (til dæmis chili explosion eða mexíkósk kryddblanda)
- 1 blaðlaukur, smátt skorinn
- 1 stór krukka salsasósa (um 350 g)
- 150 g rjómaostur frá Gott í matinn (tæplega hálf dósin)
- 1 mexíkóostur, smátt skorinn
- 1⁄2 kjúklingateningur
- Nokkrar tortillaflögur
- 1 poki rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
- 2 tómatar, skornir í grófa bita
- smátt saxað ferskt kóríander
- 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
- 2 msk. smjör til steikingar
Aðferð:
- Hitið ofn í 180 gráður og kveikið undir pönnu á meðalháum hita.
- Skerið bringurnar í teninga, kryddið og steikið upp úr smjöri þar tilþær hafa brúnast.
- Leggið kjúklinginn í eldfast mót og stráið blaðlauknum yfir.
- Hellið salsasósunni á pönnuna ásamt smátt skornum mexíkóostinum og rjómaostinum og hálfum kjúklingateningi.
- Setjið 1 dl af vatni í salsakrukkuna, lokið á og hristið og hellið á pönnuna.
- Hitið sósuna þar til allt bráðnar en það er allt í lagi að hafa smá mexíkóostsbita í henni, bara betra.
- Hellið sósunni yfir kjúklingabringurnar.
- Stráið yfir rifna ostinum og nokkrum lúkum af muldum tortillaflögum ásamt gróft skornum tómötum.
- Bakið í 20 mínútur.
- Toppið með ferskum kóríander og sýrðum rjóma frá Gott í matinn og berið fram t.d. með soðnum hrísgrjónum og salati.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir