Kjúklingarétturinn sem virkar!

Við fáum vatn í munninn yfir þessum kjúklingarétti.
Við fáum vatn í munninn yfir þessum kjúklingarétti. mbl.is/Louiogbearnaisen.dk

Þetta er rétturinn sem virkar! Hann virkar auðveldur og er auðveldur. Hann virkar fljótlegur og er fljótlegur. Hann virkar sem öll fjölskyldan muni elska hann – og fjölskyldan mun elska hann. Það er algjör óþarfi að flækja hlutina þegar þeir virka vel.

Kjúklingarétturinn sem virkar

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 heill kjúklingur eða 5-6 stk. af bringum og lærum með beini (frá Ali)
  • 2 stór hvítlauksrif
  • ½ laukur, smátt saxaður
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 msk. herbes de provence
  • 1 tsk. chiliflögur
  • 450 g litlar kartöflur, skornar í báta
  • 6 kokkteiltómatar skornir í báta
  • 1 kjúklingakraftur
  • 2,5 dl vatn
  • 2,5 dl matvinnslurjómi
  • 2 dl parmesanostur, rifinn
  • Handfylli spínat
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Brúnið kjúklinginn á öllum hliðum upp úr olíu á pönnu og takið hann síðan af pönnunni.
  2. Setjið saxaðan hvítlauk, lauk, paprikukrydd, herbes de provence og chiliflögur á pönnuna og veltið í 1 mínútu. Bætið kartöflunum út á pönnuna og steikið áfram í 2 mínútur. Setjið þá tómatana út á pönnuna.
  3. Hellið vatni og grænmetisteningnum á pönnuna og lækkið aðeins undir hitanum – látið malla í 5 mínútur.
  4. Bætið matvinnslurjóma, parmesan, spínati, salti og pipar út á pönnuna og leyfið spínatinu að falla og leggið þá kjúklinginn aftur pönnuna. Látið malla í 15-20 mínútur á lágum hita þar til kjúklingurinn og kartöflurnar eru tilbúin. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Berið fram með ferskum parmesan, góðu brauði og fersku salati.

Uppskrift: Loui og Bearnaisen

mbl.is/Louiogbearnaisen.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka