Agnarsmár pizzastaður nýtur góðs af Parasite

Skyndibitastaður og litlar verslanir í hverfi í Seoul í Suður-Kóreu þar sem hluti Óskarsverðlaunamyndarinnar Parasite var tekinn upp njóta nú góðs af velgengni myndarinnar. Sala á litlum pizzastað hefur tvöfaldast á síðustu vikum. 

Paras­ite fjall­ar um fá­tæka fjöl­skyldu frá Suður-Kór­eu sem nær að lauma sér lúmskt inn í fjöl­skyldu- og heim­il­is­líf auðugr­ar fjöl­skyldu. Mynd­in vann fern Óskarverðlaun og varð sú fyrsta með öðru tungu­máli en ensku sem var kjör­in besta mynd­in síðan Óskar­inn var fyrst af­hent­ur árið 1929.

„Fjöldi útlendinga koma hingað, meira að segja seint á kvöldin. Í gær bilaði pizzaofninn sökum álags,“ segir Eom Hang-ki, eigandi Sky Pizza sem bregður fyrir í Parasite. Sem betur fer tókst að laga ofninn og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. 

En ekki eru allir á eitt sáttir með athyglina sem hverfið hefur fengið. Kim Kyung-soon, eigandi stórmarkaðar í hverfinu segir íbúa uggandi þar sem þeir óttast að lítið sem ekkert verði gert varðandi uppbyggingu í hverfinu og því breytt í suðupott fyrir ferðamenn. 

Sky Pizza er einn vinsælasti viðkomustaður þeirra sem leggja leið …
Sky Pizza er einn vinsælasti viðkomustaður þeirra sem leggja leið sína í ákveðið hverfi í Seoul í Suður-Kóreu þar sem hluti Óskarsverðlaunamyndarinnar Parasite var tekinn upp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert