Svívirðileg samloka sem er löðrandi í lúxús

Humarloka eins og hún gerist best með bræddum osti og …
Humarloka eins og hún gerist best með bræddum osti og hvítlaukssmjöri. mbl.is/Howsweeteats.com

Þá má sannarlega kalla samloku sem þessa „lúxusmat” – enda er kílóverðið á humri ekki það lægsta ef við förum rétt með mál. En það er ekki þar með sagt að við megum ekki leyfa okkur smá lúxus, þvert á móti. Við elskum humar og hér er hann í samlokuformi sem við fáum ekki nóg af.

Fáránlega góð humarloka

  • Humarhalar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. ósaltað smjör
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • Majónes
  • Havarti ostur
  • 4 sneiðar af uppáhalds brauðinu þínu

Hvítlaukssmjör

  • 6 msk. ósaltað mjúkt smjör
  • 2 msk. tarragon, smátt saxað
  • 1 hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Takið humarinn úr skelinni, hreinsið og þurrkið vel. Hitið stóra pönnu á meðal hita og setjið 1 msk af ólífuolíu og 1 msk af smjöri. Saltið og piprið humarinn og steikið hann í 5-6 mínútur og leggið síðan til hliðar á disk.
  2. Hvítlaukssmjör: Blandið öllum hráefnum saman í skál.
  3. Smyrjið allar brauðsneiðarnar með góðu majónesi og smyrjið hina hliðina á brauðsneiðunum með hvítlaukssmjörinu. Leggið humar og havarti ostsneiðar ofan á hliðarnar með majónesinu og smellið tveim og tveim brauðneiðum saman, þannig að útkoman verði tvær samlokur.
  4. Grillið á pönnunni þar til brauðið verður gyllt á lit og osturinn byrjar að bráðna, sirka 4-5 mínútur á hvorri hlið.
  5. Berið strax fram.

Uppskrift: How Sweet Eats

mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert