Hér nýtum við það grænmeti sem til er í ísskápnum í girnilega eggjaköku sem er bökuð í ofni. Algjörlega fullkomið að byrja helgarnar á þessum nótum.
Bökuð eggjakaka úr afgöngum (fyrir 2)
- Blandað grænmeti sem til er í ísskápnum
- 6 egg
- Salt og pipar
- 1 msk. rifin piparrót
- Handfylli ferskt estragon (má vera þurrkað)
- 50 g rifinn ostur
- Hálf fenníka
- 4 litlir tómatar
- Ólífuolía
Aðferð:
- Hitið ofninn á 180°C á blæstri.
- Skerið grænmetið í grófa bita og steikið á heitri pönnu upp úr olíu. Kryddið með salti og pipar.
- Pískið eggin saman með smá salti og pipar. Þegar grænmetið hefur verið á pönnunni í 3-5 mínútur, hellið þá eggjunum yfir ásamt piparrótinni. Stráið smá osti og estragon yfir.
- Bakið eggjakökuna í ofni í 20 mínútur.
- Skerið botninn og ysta lagið af fenníkunni og skerið í þunna strimla. Skerið tómatana til helminga. Hellið smá olíu, salti og pipar yfir fenníkuna og tómatana.
- Takið eggjakökuna úr ofninum og berið fram með ferskum tómötum, fenníku og estragon.