Jarðarberjaís í boði Johan Bülow

Bragðgóður jarðaberjaís með myntu að hætti Johan Bülow.
Bragðgóður jarðaberjaís með myntu að hætti Johan Bülow. mbl.is/Colourbox

Við Íslendingar erum alltaf til í ís, allan ársins hring – við látum ekki einu sinni óveður stoppa okkur í þeim málum. Hér er girnilegur jarðarberjaís með myntu í boði lakkrískóngsins Johan Bülow. Þennan má gera 2 dögum fyrir notkun.

Jarðarberjaís í boði Johan Bülow

  • 3 dl mjólk
  • 2 dl rjómi
  • 1 msk lakkrísduft frá Johan Bülow
  • 120 g sykur
  • 7 eggjarauður
  • 100-200 g jarðarber
  • 10 myntublöð

Annað:

  • 6-8 Strawberry & Cream lakkrís frá Johan Bülow
  • Myntublöð

Aðferð:

  1. Hellið sykri, rjóma og lakkrísdufti í pott og hitið þar til sykurinn hefur leysts upp.
  2. Setjið eggjarauðurnar í skál og pískið varlega saman við rjómablönduna sem hellist út í smátt og smátt í einu.
  3. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið aftur upp að 84-85° á meðan þú hrærir stanslaust í á meðan. Notið hitamæli.
  4. Þegar kremið byrjar að þykkna, takið þá pottinn af hellunni. Ef þú lætur blönduna hitna of mikið, breytist hún bara í hrærð egg! Svo farið varlega.
  5. Leyfið kreminu að jafna sig í 10-15 mínútur og sigtið svo aftur í skálina. Setjið inn í ísskáp. Hrærið í því inn á milli þar til það er orðið alveg kalt.
  6. Blandið nú kreminu saman við jarðarber og myntublöð. Setjið kremið í ísvél og blandið saman þar til massinn er orðinn sléttur, kremkenndur og þykkur í sér. Ef þú átt ekki ísvél getur þú sett blönduna í skál og inn í frysti. Notaðu síðan handþeytara á korters fresti til að hræra í massanum þar til að hann byrjar að fá þá áferð sem þú leitast eftir.
  7. Setjið í frysti.
  8. Berið fram með Strawberry & Cream lakkrískúlum frá Johan Bülow og nokkrum ferskum myntublöðum á toppnum.
Strawberry and Cream lakkrísinn frá Johan Bülow er fullkominn með …
Strawberry and Cream lakkrísinn frá Johan Bülow er fullkominn með ísnum. mbl.is/Johan Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert