Krakkavæn útgáfa af chili con carne

Thinkstock
Thinkstock

Hér er milda útgáfan af chili con carne sem við þekkjum svo vel, og því upplagður fyrir börn. Lítríkur diskur, fullur af hollum og góðum mat sem krakkarnir munu elska.

Barnvæna útgáfan af chili con carne (fyrir 4)

  • 300 g nautahakk
  • 4 dl tómat og cremefraiche pastasósu
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 1 msk. rauður chili, smátt skorinn
  • 1,5 tsk. reykt papríka krydd
  • Gróft salt
  • 1 rauð papríka, skorin í litla bita

Annað:

  • 1 avókadó
  • Tortillaflögur
  • Rifinn cheddar ostur
  • 4 maíisstönglar
  • 160 g brún hrísgrjón

Aðferð:

  1. Steikið nautahakkið í stórum potti.
  2. Bætið sósu, baunum, chili, papríku og salti út í og látið sjóða á lágum hita undir loki í 2 mínútur.
  3. Setjið skornu papríkuna út í (geymið smá til skrauts) og sjóðið áfram í 2 mínútur. Smakkið til.
  4. Setjið chili con carne í skál og skreytið með avocadó, papríku, flögum og rifnum osti.
  5. Berið fram með nýsoðnum maíisstönglum og hrísgrjónum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert