Nýstárlegar hugmyndir að andlitsgrímum

Listamaðurinn Max Siedentopf sýndi nýstárlegar leiðir hvernig nota megi hversdagshluti …
Listamaðurinn Max Siedentopf sýndi nýstárlegar leiðir hvernig nota megi hversdagshluti sem andlitsgrímu. mbl.is/Max Siedentopf

Nærfatnaður, grænmeti og burðarpokar er á meðal þess sem við gætum notað til að vernda okkur fyrir kórónuveirunni þessa dagana — eða hvað!

Listamaðurinn Max Siedentopf, sem búsettur er í London, hefur búið til röð ögrandi mynda þar sem hann notast við hluti úr daglegu lífi sem andlitsgrímu.

Eftirspurnin er mikil þessa dagana úti um allan heim eftir andlitsgrímum, þar sem fólk reynir að verja sig gegn vírusnum sem herjar á allar þjóðir. Hins vegar ráðleggja læknar að nota ekki grímurnar sem einhverja vörn þar sem þær komi ekki að fullu í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Verkefnið sem listamaðurinn Max Siedentopf kynnti á dögunum ber yfirskriftina „How To Survive A Deadly Global Virus“ og sýnir okkur hvernig megi verjast með hlutum úr daglega lífinu. Myndaserían inniheldur 12 mismunandi ljósmyndir með ólíkum andlitsgrímum og má sjá brot af þeim myndum hér fyrir neðan.

mbl.is/Max Siedentopf
mbl.is/Max Siedentopf
mbl.is/Max Siedentopf
mbl.is/Max Siedentopf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert