Girnilegur réttur með ítölsku ívafi

Gómsætt og girnilegt með ítölsku ívafi.
Gómsætt og girnilegt með ítölsku ívafi. mbl.is/Colourbox

Mesta snilldin við þennan rétt er að þú getur átt hann í frysti og smellt honum inn í ofn þegar þú nennir alls ekki að elda. Hér er girnilegur réttur með ítölsku ívafi.

Girnilegur réttur með ítölsku ívafi

  • Ólífuolía
  • 240 g gott brauð, skorið í litla bita
  • 240 g sweet Italian sausage, takið skinnið af
  • 1 meðalstór laukur, saxaður
  • 1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar
  • 300 g spínat
  • 12 stór egg
  • Kosher-salt
  • ½ bolli mjólk
  • Pipar
  • ¼ bolli fetamulningur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C. Smyrjið ólífuolíu í eldfast mót.
  2. Veltið brauðinu upp úr 1-2 msk. ólífuolíu og dreifið brauðinu á bökunarplötu. Bakið í ofni þar til gyllt á lit í 10 mínútur. Setjið brauðmolana til hliðar og lækkið ofninn í 180°C.
  3. Hitið msk. af olíu á stórri pönnu á meðal hita. Bætið pylsunum og lauknum út á pönnuna og hakkið pylsuna niður á pönnunni þar til hún er elduð í gegn, 8-10 mínútur. Bætið sólþurrkuðu tómötunum saman við. Takið pönnuna af hitanum og bætið spínatinu út á pönnuna.
  4. Blandið saman eggjum, mjólk, salti og pipar í stóra skál. Setjið brauðið saman við og veltið upp úr eggjunum.
  5. Blandið brauðinu saman við það sem er á pönnunni og hellið því næst yfir í eldfast mót. Dreifið fetamulningi yfir og bakið í 40-45 mínútur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka