Ótrúlegar staðreyndir um PEZ

PEZ er í uppáhaldi flestra sem smakka.
PEZ er í uppáhaldi flestra sem smakka. mbl.is/Peppermintz.com

Hvort sem þú borðar PEZ eða ekki er óhætt að segja að litlu sykurkubbarnir hafa fylgt okkur í gegnum bernskuárin og varla hjá því komist. Hér eru nokkrar sturlaðar staðreyndir, og allt sem þú þarft að vita um PEZ.

Þegar PEZ var fundið upp kallaðist það „pfefferminz“. Þaðan dregur PEZ nafnið, sem er stytting á þýska nafninu piparmynta, en það var jafnframt fyrsta bragðtegundin sem kom á markað.

Þegar PEZ var fyrst kynnt fyrir Austurríkismönnum var það kringlótt í laginu. Það var ekki fyrr en PEZ varð rétthyrnt og PEZ-skammtarar komu á markað að nammið jókst að vinsældum.

Af öllum þeim bragðtegundum sem hefur verið hætt við í framleiðslu er blaðgræna sú ruglingslegasta af þeim öllum. Það er alls ekki óeðlilegt að fyrirtæki prufi sig áfram með nýjar bragðtegundir, en plöntubragð gæti verið ein versta hugmynd sögunnar. Hver myndi svo sem vilja tyggja gras?

Það var í kringum 1920 sem PEZ var markaðssett sem annar valkostur fyrir reykingafólk. Og það var ekki fyrr en árið 1947 þegar Edward Haas III, maðurinn á bak við PEZ, kom með hulstur undir PEZið sem líktist sígarettukveikjara. Með því fylgdi slagorðið „Ekki reykja – PEZ er leyfilegt“.

Það er talið að um 600 mismunandi PEZ-fígúrur séu til í heiminum og nokkur þúsund „afbrigði“ ef svo má segja.

Star Wars eru mest seldu PEZ-kallarnir í heiminum.

Hæsta verð sem nokkurn tímann hefur verið greitt fyrir PEZ-skammtara var fyrir Mikka mús, sem fór á 7.000 dollara á uppboði. Þetta var frumgerð sem aldrei fór í sölu til almennings.

Yfir þrjár billjónir PEZa eru seldar ár hvert í Bandaríkjunum einum.

Stærsti PEZ-skammtari heims er stærri en körfuboltastjarnan Shaquille O'Neal. Það tók um sex mánuði að smíða hann og er skammtarinn til sýnis í Burlingame PEZ-safninu.

Árið 2010 byrjuði eiturlyfjasalar í Manhattan að flytja varning sinn á milli í rauðum djöfla PEZ-skömmturum.

Sjaldgæfustu PEZ-skammtararnir voru nokkurs konar Mr. Potato Head-kallar. Þeir komu með lítil nef og eyru sem þú gast leikið þér með að setja saman á mismunandi vegu. Því miður byrjuðu krakkar að stinga hlutunum í munninn sem hafði ekki góðar afleiðingar, svo fyrirtækið varð að afturkalla skammtarana úr verslunum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Þegar PEZ kom á markað var það hringlótt í laginu.
Þegar PEZ kom á markað var það hringlótt í laginu. mbl.is/PEZ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert