Svona gerir þú granóla heima hjá þér

Hér færðu heimagert granóla upp á tíu!
Hér færðu heimagert granóla upp á tíu! mbl.is/Colourbox

Heimagert er alltaf best! Hér er granóla uppskrift sem þú getur auðveldlega útbúið og verið klár alla morgna með staðgóðan morgunmat - eða notað sem millimál.

Heimagert granóla upp á tíu

  • 200 g blandaðar hentur og fræ
  • 400 g hafrar
  • 150 g heilt bókhveiti
  • 100 g bókhveiti
  • ½ tsk. malið engifer
  • ½ tsk. salt
  • 1,5 dl kókosolía
  • 5-6 msk. hunang eða síróp
  • ½ tsk. vanillusykur
  • 1 ¼ dl vatn
  • 50 g kókosflögur
  • Þurrkuð trönuber

Aðferð:

  1. Hitið ofnin á 200°C.
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál, fyrir utan vanillusykur, kókosflögurnar og trönuberin.
  3. Bræðið kókosfituna, hlynsýróp og vanillusykur saman og bætið vatni saman við. Hellið blöndunni yfir þurrefnin og blandið varlega saman.
  4. Hellið blöndunni á bökunarplötu með bökunarpappír og setjið inn í ofn í 30 mínútur. Hrærið smá í, inn á milli.
  5. Blandið síðustu hráefnunum saman við, hrærið vel saman og berið fram með hreinni jógúrt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka