Aperol-ostakaka

Aperol ostakaka sem mun trylla mannskapinn.
Aperol ostakaka sem mun trylla mannskapinn. mbl.is/Pinterest_detgladekoekken

Ein svaðalegasta ostakaka síðari ára er komin á borðið og það verður ekki aftur snúið. Þessi verður sú vinsælasta þegar saumaklúbbar landsins byrja að hittast aftur eftir samkomubann. Aperol-ostakaka gjörið svo vel!

Aperol-ostakaka (fyrir 8)

Botn

  • 300 g digestivekex
  • 110 g smjör

Fylling

  • 400 g rjómaostur
  • 150 mascarpone (má skipta út með 150 g rjómaosti)
  • 2 dl rjómi
  • 150 g flórsykur
  • 2 appelsínur

Aperol-gel

  • 1 dl Aperol
  • 2½ dl Prosecco
  • 2 msk sykur
  • ½ dl sódavatn
  • 8 matarlímsblöð

Hugmyndir að skrauti

  • Litlir marengstoppar
  • Appelsínuskífur
  • Raspaður appelsínubörkur

Aðferð:

Botn

  1. Smyrjið smelluform, 20-24 cm.
  2. Myljið kexið fínt í poka eða matvinnsluvél.
  3. Bræðið smjörið á vægum hita og blandið saman við kexið.
  4. Dreifið kexinu í formið og reynið að jafna kexblönduna út.
  5. Setjið í frysti.

Fylling

  1. Raspið appelsínubörk og geymið smávegis fyrir gelið.
  2. Hrærið mascarpone, rjómaost, appelsínubörk og flórsykur saman í skál, þar til blandan verður að loftkenndu kremi.
  3. Þeytið rjómann og blandið saman við ostakremið.
  4. Setjið ofan á kexbotninn og reynið að slétta úr kreminu eins vel og mögulegt er.
  5. Setjið kökuna í frysti yfir nótt.

Aperol-gel

  1. Leggið matarlímið í bleyti með köldu vatni í 10 mínútur.
  2. Blandið saman Aperol, prosecco, sykri, sódavatni og safa úr 1 appelsínu.
  3. Hitið 1 dl af Aperol-blöndunni í potti.
  4. Setjið matarlímið út í Aperol-blönduna í pottinum og látið leysast upp. Bætið þá restinni af Aperol-blöndunni út í og takið pottinn af hitanum.
  5. Látið kólna í 5-10 mínútur.
  6. Hellið varlega yfir kökuna í forminu og setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti tvo tíma.
  7. Takið kökuna úr forminu og skreytið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert