Jarðarberjamúffur með marsípani og glassúr

Múffur fylltar með marsípani og toppaðar með glassúr og jarðarberjum.
Múffur fylltar með marsípani og toppaðar með glassúr og jarðarberjum. mbl.is/Colourbox

Það stór­kost­lega við múff­ur er að þær finn­ast í ótelj­andi út­gáf­um – stór­ar, litl­ar, með kremi, fyllt­ar o.s.frv. Hér er auðveld og girni­leg upp­skrift sem dreg­ur hug­ann nær sumr­inu.

Jarðarberjamúffur með marsípani og glassúr

Vista Prenta

Jarðarberjamúff­ur með marsíp­ani og glassúr

  • 125 g smjör
  • 2 egg
  • 1½ dl syk­ur
  • 1½ dl hveiti
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur
  • 1½ tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. salt

Fyll­ing:

  • 100 g marsíp­an
  • 12 jarðarber

Glassúr:

  • 6 eggja­hvít­ur
  • 4 dl flór­syk­ur
  • 12 lít­il jarðarber

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 200°C.
  2. Bræðið smjörið í potti og pískið egg og syk­ur sam­an í skál.
  3. Blandið hveiti, vanillu­sykri, lyfti­dufti og salti sam­an í skál.
  4. Setjið þur­refn­in og eggja­blönd­una sam­an og pískið.
  5. Hellið smjör­inu út í og haldið áfram að píska.
  6. Setjið 12 muff­ins­form í bök­un­ar­form sem tek­ur 12 stór­ar múff­ur. Skiptið deig­inu jafnt á milli formanna.
  7. Skerið marsíp­anið í 12 skíf­ur og stingið einni ofan í hvert form. Setjið eitt jarðarber í deigið.
  8. Bakið í 15 mín­út­ur. Takið út og látið al­veg kólna.
  9. Þeytið flór­syk­ur­inn smátt og smátt sam­an við eggja­hvít­urn­ar þar til þú hef­ur fengið „fast­an“ glassúr.
  10. Setjið glassúr­inn ofan á kök­urn­ar og skreytið með jarðarberj­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert