Heimagerður McFlurry úr þremur hráefnum

Hver væri ekki til í einn Oreo McFlurry? Nú er …
Hver væri ekki til í einn Oreo McFlurry? Nú er ekkert mál að útbúa slíkan í eldhúsinu heima. mbl.is/McDonalds

Rétt' upp hönd sem væru til í McFlurry núna! Vinsælasti ísinn á McDonalds er ekki svo flókinn í framreiðslu og má auðveldlega útfæra í eldhúsinu heima með einungis þremur hráefnum.

Hvernig er hægt að þakka nægilega fyrir uppskrift sem þessa? Ef þetta á ekki eftir að skora hátt hjá krökkunum á heimilinu, þá mun ekkert gera það. Heimagerða McFlurry-uppskriftin er búin að ferðast hratt um netheimana undanfarið og þá sérstaklega eftir að McDonalds lokaði mörgum útibúum þar ytra vegna Covid-19.

Svona býrðu til McFlurry með Oreo

  • 250 ml rjómi
  • 216 ml niðursoðin mjólk
  • 6 Oreo-kexkökur

 Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja kexið í poka og mylja það með kökukefli.
  2. Blandið saman rjómanum og helmingnum af niðursoðnu mjólkinni. Bætið við mjólk ef blandan er ekki nægilega sæt á bragðið.
  3. Bætið kexinu út í og blandið vel saman.
  4. Setjið í frysti í 4-5 tíma eða þar til blandan er föst í sér. Forðist að opna frystinn inn á milli.
  5. Þegar ísinn er tilbúinn, skreytið þá með kexköku og dýfið skeiðinni ofan í.
Þrjú hráefni er allt sem til þarf í góðan Flurry.
Þrjú hráefni er allt sem til þarf í góðan Flurry. mbl.is/Cha Sampan
Heimagerður McFlurry gjörið svo vel.
Heimagerður McFlurry gjörið svo vel. mbl.is/Cha Sampan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert