Grillaðir vængir í bestu marineringu í heimi

Grilltímabilið er að hefjast og þessir vængir verða það fyrsta …
Grilltímabilið er að hefjast og þessir vængir verða það fyrsta sem endar á teinunum. mbl.is/Colourbox

Grillaðir kjúklingavængir eru dálæti allra í fjölskyldunni. Hér eru þeir í heimsins bestu marineringu þar sem sætan í marmelaðinu er dásamleg á móti þessu sterka. Það má starta sumrinu í góðra vina hópi með þessum vængjum.

Grillaðir vængir í bestu marineringu í heimi

  • ¾ bolli apríkósu marmelaði
  • 3 msk. viskí (t.d. Jack Daniels)
  • 2 msk. nýkreistur lime-safi
  • 2 msk. sojasósa
  • ½ msk. sriracha
  • 1,1 kg kjúklingavængir
  • Saxaður kóríander eða vorlaukur

Aðferð:

  1. Pískið saman í stóra skál, marmelaði, viskí, lime-safa, sojasósu og sriracha – þar til mjúkt og vel blandað saman. Setjið um ¼ bolla í litla skál og til hliðar.
  2. Setjið kjúklinginn út í stóru skálina með marineringunni og veltið upp úr. Setjið skálina því næst inn í ísskáp í 2-4 tíma.
  3. Hitið grillið á lágum hita. Leggið hliðina með beininu niður á við og grillið í 10 mínútur. Snúið þá við og grillið áfram í 10-15 mínútur.
  4. Stráið söxuðum kóríander eða vorlauk yfir og berið fram með góðri ídýfu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert