Við elskum góðar bolluuppskriftir – en við elskum enn meira að borða afraksturinn. Hér er uppskrift að bollum sem þú getur undirbúið kvöldið áður og boðið fjölskyldunni upp á nýbakað morguninn eftir.
Auðveldar hafrabollur (12 stk)
- 5 g ger
- 3½ dl kalt vatn
- 125 g haframjöl
- 1 msk. hunang
- 125 g rúghveiti
- 125 g hveiti
- 1 tsk. gróft salt
- ½ msk. kaldpressuð rapsolía (til að smyrja formið)
Annað
- Haframjöl til skreytingar – eins má nota hörfræ, sesamfræ, sólblómakjarna, saxaða graskerskjarna eða hnetur.
Aðferð:
- Hrærið gerið út í kalt vatnið og bætið haframjöli saman við ásamt hunangi, rúghveiti og hveiti.
- Hnoðið í 5 mínútur.
- Bætið salti saman við og haldið áfram að hnoða í nokkrar mínútur til viðbótar.
- Setjið plastfilmu yfir deigið og inn í ísskáp í 12-24 tíma.
- Smyrjið muffinsform með olíunni (álform með pláss fyrir 12).
- Dýfið höndunum eða skeið í kalt vatn og leggið einn klump af deigi ofan í hverja „holu“ í forminu.
- Stráið haframjöli eða öðru ofan á deigið og látið bollurnar hefast í sirka 1 tíma.
- Bakið við 225°C í 20-25 mínútur. Látið kólna á rist.