Súkkulaðibitasmákökurnar sem klikka aldrei

Þessar súkkulaðikökur eru þær allra bestu.
Þessar súkkulaðikökur eru þær allra bestu. mbl.is/Pinterest

Þetta er besta súkkulaðibitasmákökuuppskrift (lengsta íslenska orðið) í heimi. Hér er ekkert vesen, engin skrýtin hráefni eða biðtími. Bara ósköp einföld og heiðarleg uppskrift sem klikkar aldrei.

Súkkulaðibitasmákökurnar sem klikka aldrei

  • 1 bolli mjúkt saltað smjör
  • 1 bolli hvítur sykur
  • 1 bolli ljós púðursykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 2 stór egg
  • 3 bollar hveiti
  • 1 tsk. natron
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 2 bollar saxað súkkulaði eða súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, natroni og salti.
  3. Þeytið vel saman smjör og sykur. Bætið síðan eggjum og vanilludropum saman við og þeytið áfram þar til blandan verður létt í sér.
  4. Bætið þurrefnunum saman við. Og því næst súkkulaðinu.
  5. Rúllið upp í kúlur, 2-3 msk af deigi, og setjið á bökunarplötuna.
  6. Bakið í 8-10 mínútur. Takið smákökurnar út þegar þær byrja að brúnast. Þær eiga að líta út fyrir að vera hálfbakaðar, því það er það sem gerir kökurnar svo geggjaðar þegar þær kólna.
  7. Látið standa á bökunarplötunni í tvær mínútur áður en þið látið þær kólna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert