Lúxus-pítsan sem matgæðingarnir elska

Humarpítsa af allra bestu gerð.
Humarpítsa af allra bestu gerð. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Fagmaður­inn í eld­hús­inu, hann Snorri Guðmunds­son, býður okk­ur upp á ómót­stæðilega humarpítsu með kletta­sal­ati og hvít­lauk­sol­íu. Hann seg­ir þess sam­setn­ingu vera lúx­us bragðveislu fyr­ir næsta pitsa­kvöld.

Þessi upp­skrift að pizza­deigi er svaka­lega ein­föld og skil­ar manni æðis­leg­um pizza­botni en hún krefst smá þol­in­mæði þar sem deigið þarf að taka sig í 2 daga áður en pizzurn­ar eru bakaðar. Þú munt samt ekki sjá eft­ir því! En það er auðvitað líka í fínu lagi að nota til­búið pizza­deig ef tím­inn er af skorn­um skammti.

Snorri sem held­ur úti síðunni Mat­ur og mynd­ir sem nálg­ast má HÉR.

Lúxus-pítsan sem matgæðingarnir elska

Vista Prenta

Pits­an sem spreng­ir alla skala

  • 420 g brauðhveiti + smá meira til að vinna með
  • 10 g syk­ur
  • 7 g borðsalt
  • 7 g þurr­ger
  • 6 msk ólífu­olía
  • 280 g vatn
  • 1 dós San Marzano tóm­at­ar
  • 1 tsk or­egano þurrkað
  • 3 stk hvít­lauksrif
  • 1 tsk hun­ang
  • 300 g hum­ar (skelflett­ur og hreinsaður)
  • ½ lít­ill rauðlauk­ur
  • 5 g stein­selja
  • 180 g mozzar­ella ost­ur (rif­inn)
  • 1 sítr­óna
  • 20 g kletta­sal­at
  • Par­mesanost­ur, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið vatnið í um 30-40 sek í ör­bylgju­ofni þar til það er svipað heitt og nota­legt bað.
  2. Setjið hveiti, syk­ur, salt og þurr­ger í mat­vinnslu­vél og látið vél­ina ganga í stutt­um hrin­um í 4-5 skipti þar til allt hef­ur sam­lag­ast vel. Hellið vatni og 2 msk af ólífu­olíu yfir hveiti­blönd­una og látið vél­ina ganga sam­fleytt í 15 sek þar til deig­kúla hef­ur mynd­ast. Látið vél­ina svo ganga í 15 sek til viðbót­ar.
  3. Stráið smá hveiti á borð og takið deigið úr mat­vinnslu­vél­inni. Hnoðið deigið í stutta stund og myndið úr því kúlu. Spreyið eða smyrjið stóra skál með olíu og færið deigið í skál­ina. Hyljið með matarfilmu og setjið í kæli í 2 sól­ar­hringa.
  4. Takið deigið úr kæli 2 klst áður en baka á pizzurn­ar. Skiptið deig­inu í tvennt og myndið úr því 2 kúl­ur. Færið kúl­urn­ar í olíu­born­ar skál­ar og hyljið með matarfilmu. Látið deigið jafna sig við stofu­hita í amk 2 klst.
  5. Stillið ofn á 250°C með yfir og und­ir­hita.
  6. Þerrið humar­inn með eld­húspapp­ír og steikið hann svo upp úr smá smjöri og pressuðu hvít­lauksrifi, setjið humar­inn á disk og geymið til hliðar.
  7. Setjið smá olíu í lít­inn pott og stillið á miðlungs­hita. Pressið hvít­lauksrif sam­an við og steikið í um 1 mín eða þar til hvít­lauk­ur­inn er far­inn að ilma.
  8. Kremjið San Marzano tóm­at­ana með hönd­un­um og bætið út í pott­inn ásamt vökv­an­um úr dós­inni, or­egano  og 1 tsk af hun­angi. Náið upp suðu og lækkið svo hit­ann svo það malli hraust­lega í pott­in­um. Látið malla í um 15 mín og smakkið svo til með salti.
  9. Setjið bök­un­ar­plötu inn í ofn­inn til þess að hitna á meðan botn­arn­ir eru mótaðir.
  10. Notið hend­urn­ar til þess að fletja botn­inn út í um 25 cm hring. Best er að vinna út frá miðju deigs­ins í átt að kant­in­um og reyna að hlífa um 2 cm af kant­in­um við sem mestu hnjaski, en þannig er gasinu sem hef­ur mynd­ast yfir síðustu 2 daga ýtt út í kant­inn sem verður til þess að hann lyft­ist mun bet­ur.
  11. Smyrjið sósu á botn­inn og rífið mozzar­ella­ost yfir. Dreifið hum­ar yfir pizzuna ásamt rauðlauk og bakið svo í næ­stefstu grind í ofni í um 8-10 mín.
  12. Setjið 4 msk af ólífu­olíu í litla skál og pressið 1 hvít­lauksrif sam­an við. Hitið í nokkr­um stutt­um hrin­um í ör­bylgju­ofni þar til hvít­lauk­ur­inn er far­inn að ilma.
  13. Saxið stein­selju og rífið sítr­ónu­börk (var­ist að taka hvíta und­ir­lagið með því það er beiskt á bragðið). Dreifið stein­selju og sítr­ónu­börk yfir pizzuna þegar hún kem­ur úr ofn­in­um ásamt smá salti, ríf­legu magni af par­mes­an, góðri lúku af kletta­sal­ati og svo­lít­ilil hvít­lauk­sol­íu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert