Fylltur brauðhleifur Höllu Báru

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Fallegt á borði og einfalt í matargerð. Gestir rífa sér einn og einn bita af heitu brauði með smjöri, kryddjurtum og mosarella osti.

Athugið að þetta brauð má gera daginn áður og geyma í kæli þar til því er stungið í ofn.

Fylltur brauðhleifur Höllu Báru

  • Góður og glænýr brauðhleifur
  • Mjúkt smjör
  • Steinselja, smátt söxuð
  • Mosarellakúla, söxuð
  • Rifinn parmesanostur
  • Sjávarsalt
  • Ferskt rósmarín

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200 gráður.
  2. Skerið langsum og þversum skurði ofan í brauðið, fjöldi skurða fer eftir stærð brauðhleifs, en þannig að hver biti sé um 1 ½ til 2 cm. Gætið að því að skera það ekki alveg niður svo það fari ekki í sundur!
  3. Takið undir brauðið og glennið það í sundur; með því er auðvelt að smyrja brauðið með mjúku smjöri, strá steinselju ofan í það, dreifa mosarellaostinum, strá parmesanosti yfir og ofan í ásamt smá salti. Stingið rósmaríngreinum hér og þar.
  4. Stingið í ofn og bakið þar til brauðið er vel heitt og osturinn vel bráðinn.
  5. Berið strax fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert