Hinn fullkomni súkkulaðidraumur

Mögulega bestu brownie-kökur í heimi.
Mögulega bestu brownie-kökur í heimi. mbl.is/Colourbox

Hér er ein klassísk og afskaplega góð uppskrift að brownie með hnetum. Það sem einkennir góða brownie er súkkulaðið – og því skaltu alls ekki spara kaupin í góðu súkkulaði. Þar liggur undirstaðan í gæðunum í kökunni. 

Hinn fullkomni súkkulaðidraumur

  • 200 g smjör
  • 200 g dökkt súkkulaði (má líka hafa blandað)
  • 125 g hveiti
  • 3 stór egg
  • 250 g sykur
  • Korn af 1 vanillustöng
  • ½ tsk. salt
  • ½ kanill
  • 100 g dökkt súkkulaði (þetta er fyrir utan hin 200 g)
  • 100 g hnetur, valhnetur, heslihnetur, pistasíur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Saxið 200 g af súkkulaði smátt.
  3. Bræðið smjörið í potti, passið að það byrji ekki að sjóða. Og bætið súkkulaðinu saman við smjörið.
  4. Pískið hveiti, egg, sykur, vanillukorn, kanil og salt í loftkennt deig.
  5. Veltið súkkulaðiblöndunni varlega saman við deigið.
  6. Saxið 100 g af súkkulaði og hneturnar gróflega – og veltið þeim í deigið.
  7. Setjið bökunarpappír í ferkantað mót, 22x22 cm, og hellið deiginu í mótið.
  8. Bakið í 25 mínútur við 200°C.
  9. Látið aðeins kólna áður en þú skerð kökuna í bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert