Það er ekki alltaf auðvelt að borða þessi 600 grömm af ávöxtum og grænmeti sem við eigum að innbyrða yfir daginn. En með þessari uppskrift ertu á réttri leið. Hér færðu hollan og auðvelda uppskrift að morgunmat sem er stútfull af góðum vítamínum.
Ráðlagður dagskammtur í einni skál (fyrir 2)
- 2 bananar
- 2 handfylli frosnar baunir
- 2 handfylli frosið brokkolí
- 2 handfylli frosið spínat
- 2 dl vatn, má líka vera haframjólk eða skyr
- 1 tsk. hörfræolía
- Annað: uppáhalds berin þín, kókosmjöl, chiafræ, sólblómakjarnar og möndlur
Aðferð:
- Taktu frostvörurnar út með góðum fyrirvara og leyfðu þeim að þiðna í blandaranum í nokkrar mínútur.
- Brjóttu bananann í minni bita og settu út í blandarann.
- Setjið vatnið út í og byrjið að blanda saman þar til allir „kögglar“ eru farnir. Bætið þá olíunni saman við.
- Hellið í tvær skálar og skreytið með þeim berjum og fræjum sem þú óskar.