Kakan sem sameinar allt það besta – eða súkkulaði, kaffi og mousse-fyllingu. Stórkostleg veisla fyrir bragðlaukana.
Kakan sem kaffiunnendur ærast yfir (fyrir 4-6)
- 55 g smjör
- 60 g saxað dökkt súkkulaði 70%
- 2 egg, skiljið rauður frá hvítunum
- 25 g sykur
- 20 g hveiti
- 2 msk. möndlumjöl
Kaffisýróp
- ½ dl vatn
- 50 g sykur
- 1 bolli nýlagað espresso
Mousse-fylling
- 100 g dökkt súkkulaði
- 180 g rjómi
- 3 eggjarauður
- 50 g sykur
- 4 tsk. sterkt kaffi
Súkkulaðikrem
- 90 g dökkt súkkulaði
- 1½ dl rjómi
- 30 g síróp
Aðferð:
- Hitið ofninn á 180°C.
- Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Smyrjið kökuform, 18 cm, með smjöri og leggið formið á bökunarplötuna.
- Bræðið smjör í litlum potti og takið síðan af hellunni. Bætið súkkulaðinu í pottinn og hrærið með sleif þar til súkkulaðið hefur bráðnað í heitu smjörinu. Bætið þá eggjarauðunum saman við.
- Pískið eggjahvíturnar þar til loftkenndar, bætið þá sykri út í og hrærið áfram þar til blandan verður stíf.
- Setjið 1/3 af eggjahvítublöndunni út í súkkulaðiblönduna og hendið restinni af eggjahvítublöndunni.
- Sigtið hveitið út í og því næst möndlumjölinu. Blandið öllu vel saman og hellið í smurt formið.
- Bakið í miðjum ofni í 15 mínútur, eða þar til kakan hefur hækkað sig örlítið.
- Látið kólna á bökunargrind.
Kaffisýróp:
- Sjóðið saman vatn og sykur og látið malla í 2 mínútur.
- Takið pottinn af hitanum og bætið kaffinu saman við. Setjið í lofttæmt ílát og geymið inn í ísskáp.
- Setjið hreinan kökuhring á disk, í sömu stærð og þú bakaðir kökuna í. Klæðið kökuhringinn með bökunarplasti eða bökunarpappír.
- Leggið kökubotninn þar ofan í og penslið kökuna með kaffisýrópi. Setjið til hliðar.
Mousse-fylling:
- Saxið súkkulaðið og bræðið í skál yfir vatnsbaði.
- Pískið rjómann létt (ekki of mikið) og setjið í kæli.
- Pískið eggjarauður og sykur þar til loftkenndar og bætið þá kaffi saman við. Veltið síðan bráðnu súkkulaðinu saman við og því næst kemur rjóminn varlega út í. Hellið blöndunni strax yfir kökuna og setjið í frysti í 2 tíma.
Súkkulaðikrem:
- Saxið súkkulaðið og setjið í skál.
- Sjóðið rjómann og sírópið saman og hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Hrærið saman þar til allt er blandað vel saman. Hellið blöndunni í hátt ílát og hrærið í með töfrasprota. Reynið að forðast loftbólur.
- Takið kökuna úr frysti og fjarlægið kökuplastið utan um kökuna. Setjið kökuna á rist eða annarskonar disk þar sem kantarnir ná örlítið út fyrir.
- Byrjið frá miðju og hellið súkkulaðikreminu yfir. Lyftið kökunni síðan yfir með spaða á kökudisk og látið súkkulaðið harna inn í ísskáp áður en borið er fram.