Himneskar pönnukökur með leynihráefni

Ómótstæðilegar pönnukökur - punktur!
Ómótstæðilegar pönnukökur - punktur! mbl.is/Colourbox

Við elskum pönnukökur – rétt eins og annað hvert mannsbarn. Pönnukökur eru magnaður matur, sem má útfæra á ýmsa vegu, en hér eru þær einstaklega mjúkar. Það sem gerir þessa uppskrift svo sérstaka er ricotta osturinn og þeyttu eggjahvíturnar, og útkoman verður dúnkenndur draumur. 

Himneskar pönnukökur með leynihráefni

  • 3 egg
  • 250 g ricotta ostur
  • 2 dl mjólk
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Skiljið eggjarauðurnar frá hvítunum í tvær skálar.
  2. Blandið ricotta ostinum og mjólk saman við eggjarauðurnar.
  3. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og blandið saman við ostablönduna.
  4. Þeytið hvíturnar þar til þær verða „fluffy“ og bætið saman við hina blönduna.
  5. Bræðið smjör á meðalhita og hellið deiginu á pönnuna – gott að miða við að pönnukökurnar verði um 10 cm hver. Munið að flippa yfir á hina hliðina.
  6. Berið fram með ferskum berjum, rjóma eða sýrópi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert