Kökurnar sem eru ómissandi með kaffinu

Kökurnar sem eru ómissandi með kaffibollanum.
Kökurnar sem eru ómissandi með kaffibollanum. mbl.is/Colourbox

Ítölsku smákökurnar sem eru ómótstæðilegar með kaffibollanum eru mættar á borðið. Stökkar og bragðgóðar í auðveldri uppskrift sem krefst ekki mikils tíma. Hér skal notast við möndlur með hýðinu á, því það er akkúrat það sem undirstrikar bragðið.

Kökurnar sem eru ómissandi með kaffinu

  • 300 g hveiti
  • 300 g sykur
  • 2 stór egg
  • 75 g smjör, mjúkt
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 150 g möndlur

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál, fyrir utan möndlurnar. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þá möndlunum saman við.
  2. Skiptið deiginu upp í þrjá jafna hluta og rúllið hverjum út í „pulsu“ í sömu lengd og bökunarplatan er.
  3. Leggið deighlutana þrjá á bökunarpappír á bökunarplötu og setjið inn í ofn á 210°C. Bakið í 20 mínútur.
  4. Takið út og látið kólna í 5 mínútur.
  5. Skerið lengjurnar þrjár með beittum hníf. Skerið deigið á ská, sirka 1 cm breitt. Leggið á bökunarplötuna með skurðhliðina upp.
  6. Setjið aftur inn í ofn á 210°C og bakið áfram í fimm mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert