Súkkulaði-french toast sem ærir mömmurnar

Ljósmynd/Linda Ben

Það er mæðradagurinn í dag og sjálfsagt að gera heiðarlega tilraun til að gleðja mömmuna í ykkar lífi með einhverjum smá huggulegheitum í tilefni dagsins.

Þessi uppskrift kemur frá Lindu Ben og er hreint út sagt æðisleg ... mælum með því að þið prófið. Mömmur ykkar munu allavega gleðjast.

Súkkulaði-french toast

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “french toast” highlights.

  • 1 stk. Cocio-súkkulaðimjólk
  • 2 egg
  • 6 stk. brauðsneiðar
  • brómber
  • kókos frá Til hamingju
  • möndlur frá Til hamingju
  • súkkulaðisósa

Aðferð:

  1. Setjið egg í frekar lítið eldfast mót (nógu stórt fyrir eina brauðsneið) og hrærið þau saman, hellið súkkulaðimjólkinni út á og hrærið saman. Leyfið brauðinu að liggja í 1 mín., snúið því eftir hálfa mínútu.
  2. Steikið brauðið á pönnu í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið.
  3. Endurtakið fyrir restina af brauðinu.
  4. Berið fram með brómberjum, möndlum, kókos og súkkulaðisósu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert