Hér er ein sjúklega girnileg uppskrift fyrir okkur sem elskum súkkulaði. Dökkt, ljóst og hvítt súkkulaði skipa hér stóran sess í ísbombu ársins.
Ísterta með þremur lögum af súkkulaði
- 40 g dökkt súkkulaði
- 40 g hvítt súkkulaði
- 40 g dulcey-súkkulaði, 32% ljóst
- 3 eggjahvítur
- 250 ml rjómi
- 3 eggjarauður
- 1 vanillustöng
- 1 msk súkkulaðiperlur til skrauts
Aðferð:
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði í skál eða örbylgjuofni.
- Þeytið eggjahvíturnar að marens með helmingnum af sykrinum. Þeytið rjómann mjúkan (passið að þeyta hann ekki of mikið).
- Pískið eggjarauðurnar þar til ljósar og léttar með afganginum af sykrinum og vanillukornum.
- Veltið marensblöndunni varlega í eggjarauðurnar og því næst rjómanum saman við. Síðan kemur mestallt súkkulaðið varlega út í – og blandið saman með sleif.
- Hellið ísblöndunni í lítil form og skreytið með afganginum af súkkulaðinu og jafnvel súkkulaðiperlum eða -spæni. Eins hægt að skreyta með karamellusósu og hnetum.
- Setjið í frysti í fjóra tíma áður en borið fram.