Grillaður kjúklingur með salati og stórkostlegri dressingu

Kjúklingasalatið sem þú munt borða í allt sumar.
Kjúklingasalatið sem þú munt borða í allt sumar. mbl.is/Colourbox

Þetta er kjúklingasalatið sem við munum borða í allt sumar. Einfalt, bragðgott og brakandi ferskt – með stórkostlegri ítalskri dressingu. Stundum þurfa hlutirnir ekki að vera flóknari en þetta. 

Kjúklingasalat með stórkostlegri dressingu

  • Kjúklingalundir frá Ali
  • Ólífuolía
  • Oregano
  • Rósmaríngreinar
  • Salt og pipar

Ítölsk dressing

  • ½ bolli majónes (110 g)
  • ¼ bolli mjólk
  • 2 msk. balsamik-edik
  • ¾ tsk. ítalskt krydd
  • ¼ tsk. sykur
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • Salt og pipar

Salat

  • Salat að eigin vali
  • 1 avocado
  • 10 kirsuberjatómatar
  • Önnur hráefni að eigin vali

Aðferð:

  1. Blandið saman ólífuolíu, oregano, rósmarín, salti og pipar. Leggið kjúklingin í blönduna og veltið upp úr.
  2. Stingið grillpinnum í kjúklinginn og grillið þar til eldaður í gegn.
  3. Dressing: Blandið öllum hráefnunum saman í blandara.
  4. Salat: Setjið salat í stóra skál og blandið öðrum hráefnum saman við.
  5. Berið fram grillaðan kjúkling með brakandi fersku salati og toppið með ítalskri dressingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert