Hér bjóðum við upp á mildan kjúklingarétt þar sem sítróna leikur stórt hlutverk. Þetta er réttur sem öll fjölskyldan mun elska, og þá ekki síst kokkurinn á heimilinu þar sem lítið er um uppvask.
Ofnbakaður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna (fyrir 4)
- 4 kjúklingalæri frá Ali
- Salt og pipar
- 2 sítrónur
- 2 msk. ólífuolía
- 1 kg kartöflur
- 1 msk. þurrkað oregano
- 360 g grænar ólífur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Þurrkið kjúklingalærin með eldhúsrúllu og kryddið með salti og pipar. Skerið sítrónurnar til helminga.
- Hitið olíu á stórri pönnu sem má fara inn í ofn. Steikið sítrónurnar á skurðarhliðinni þar til gylltar.
- Takið sítrónurnar af pönnunni og setjið kjúklinginn út á. Brúnið vel á báðum hliðum og takið því næst af pönnunni.
- Skerið kartöflurnar í grófa teninga og steikið á pönnunni og kryddið með salti, pipar og oreganó. Veltið á pönnunni og steikið í sirka 5 mínútur (má jafnvel bæta aðeins við ólífuolíuna). Hellið vökvanum frá ólífunum og setjið út á pönnuna. Því næst kemur kjúklingurinn og kartöflurnar.
- Pressið safann úr sítrónunum yfir pönnuna og leggið sítrónurnar á pönnuna.
- Setjið inn í ofn í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er stökkur og fulleldaður.
- Skreytið með steinselju og berið fram.