Ítalskur kjötréttur getur túlkast sem rómantískur dinner fyrir tvo, eða sælkeraveisla fyrir alla fjölskylduna. Réttur sem getur einfaldlega ekki klikkað og gerir allt betra.
Ekta ítalskur kjötréttur sem bætir allt (fyrir 4)
- 500 g nautahakk
- Salt og pipar
- 1 msk. þurrkað oregano
- 2 stór hvítlauksrif
- 20 g parmesan
- 1 dl rasp
- 1 egg
- Ólífuolía til steikingar
Tómatsósa
- 1 laukur
- 3 stór hvítlauksrif
- 1 msk. ólífuolía
- ½ msk. þurrkað oregano
- ½ msk. þurrkað basilikum
- Salt og pipar
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 3 dl vatn
- 1 msk. rauðvínsedik
Annað
- 400 g ferskt pasta
- 50 g parmesan
- Handfylli fersk basilika
Aðferð:
- Blandið salti, pipar og oregano saman við nautahakk í skál. Pressið hvítlaukinn saman við og rífið parmesan-ostinn yfir – setjið egg og rasp út í hakkið og blandið vel saman. Geymið í kæli í 30 mínútur.
- Tómatsósa: Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu á potti. Bætið restinni af hráefnunum saman við og látið malla í 10 mínútur. Smakkið til með ediki og kryddum.
- Mótið hakkið í litlar bollur og brúnið á pönnu í olíu á háum hita. Setjið bollurnar út í pottinn með tómatblöndunni og látið malla í 10 mínútur þar til eldaðar í gegn.
- Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum. Berið kjötbollurnar fram í tómatsósu með nýrifnum parmesan og ferskri basiliku.