Þessi uppskrift er fyrir alla béarnaise-aðdáendur þarna úti. Hamborgari með stórkostlegu béarnaise-mæjónesi mun vekja ómælda lukku við matarborðið.
Hamborgari með trylltu béarnaise-mæjó
- 1 egg
- salt
- ½ tsk. eplaedik, eða hvítvínsedik
- 1 tsk. sætt sinnep, má einnig nota dijonsinnep
- 2 dl bragðgóð olía
- 2-3 ferskir estragonstilkar
- 1½ tsk. béarnaise-essens
- ½ tsk. sítrónusafi
Annað
- 4 hamborgarar
- 4 hamborgarabrauð
- salat, gúrka, paprika eða annað sem hugurinn girnist
Aðferð:
- Kryddið hamborgarana eftir smekk og setjið á grillið. Steikingartíminn fer eftir stærð hamborgarans.
- Béarnaise-mæjó:
- Brjótið eggið í skál og passið að rauðan haldist heil.
- Saltið og bætið því næst ediki og sinnepi út á. Hellið svo olíunni varlega saman við án þess að rauðan rofni.
- Hrærið allt saman með töfrasprota í nokkrar sekúndur og hreyfið sprotann upp og niður þar til majónesið verður þykkt og gott.
- Saxið estragon og setjið út í majónesið ásamt essensinum og sítrónusafanum.
- Hrærið allt saman og smakkið mæjónesið til.