Meðlæti með góðum mat er ekki síður mikilvægt. Hér er kartöflumeðlæti að hætti Snorra Guðmunds, sem sýður kartöflurnar fyrst upp úr vel söltu vatni til að bragðbæta þær enn meira. Uppskriftina má auðveldlega tvöfalda.
Bestu bökuðu kartöflurnar og harissa mayo (fyrir 2)
- 30 ml japanskt mayo (Kewpie), má vera venjulegt en japanskt er betra
- 15 ml sýrður rjómi 10%
- 2,5 ml harissa mauk (Alf´ez)
- 2,5 ml hvítlauksduft
- 2,5 ml reykt paprika
- 400 g kartöflur
- 20 g borðsalt
- 20 g smjör
- 1 l vatn
Aðferð:
- Stillið ofn á 200° blástur.
- Hrærið saman mayo, sýrðum rjóma, harissa mauki, hvítlauksdufti og reyktri papriku. Smakkið til með salti og geymið í kæli
- Skerið kartöflur í jafnar munnbitastærðir. Setjið 1 lítra af vatni og 20 g af borðsalti í pott og náið upp suðu. Bætið kartöflunum út í og sjóðið í 7 mín.
- Hellið kartöflunum í sigti og dreifið þeim svo yfir hreint eldhússtykki og leyfið þeim að jafna sig í smástund.
- Bræðið smjörið á meðan í pottinum og bætið kartöflunum svo út í pottinn. Veltið þeim varlega upp úr smjörinu þar til þær eru allar með létt lag af smjöri á sér og dreifið þeim þá yfir bökunarplötu með bökunarpappír.
- Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. (fer eftir stærðinni á bitunum) en hrærið í þeim nokkrum sinnum.
- Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fallega gylltar og stökkar að utan en mjúkar að innan.