Algeng mistök þegar við grillum kjöt

Hreinlætið skiptir meginmáli þegar við grillum kjöt.
Hreinlætið skiptir meginmáli þegar við grillum kjöt. mbl.is/Colourbox

Grillið stendur utandyra og það getur verið langt í næsta handvask. Við megum þó ekki gleyma að hreinlætið skiptir allra mestu máli – sérstaklega þegar við vinnum með hrátt kjöt.

Spekúlantar þarna úti vilja meina að salmonella, kampýlóbakteríur og E. Coli geti auðveldlega smitast í grillmatinn ef við gætum okkar ekki. Og þá er hreinlætið hér efst á baugi. Þú skalt reyna að forðast alla krossmengun – það er að flytja bakteríur úr hráu kjöti yfir í eldaðan mat.

Sígild gildra er að nota sama diskinn undir hrátt og grillað kjöt, eða að þú snertir bæði hrátt og eldað kjöt án þess að þvo á þér hendurnar á milli. Örverufræðingar þar ytra vilja brýna fyrir fólki að jafnvel lítið magn af hráum kjötsafa sé nóg til að menga eldað kjöt sem nánast er sterilt eftir að hafa legið á funheitu grillinu. 
Best er að vera vel undirbúin þegar við byrjum að flippa grillspöðunum og taka með aukadiska undir eldaðan mat.

Grænmeti á grillið er stórkostlegt, bæði sem meðlæti eða léttur …
Grænmeti á grillið er stórkostlegt, bæði sem meðlæti eða léttur réttur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert