Uppskriftin sem klikkar aldrei

Pastaréttur sem er einn með öllu og engan svíkur.
Pastaréttur sem er einn með öllu og engan svíkur. mbl.is/Colourbox

Þegar þú veist ekkert hvað á að vera í matinn – þá er þetta rétturinn sem þú skalt gera. Pastaréttur sem er einfaldur, fljótlegur og steinliggur að mati þeirra sem hafa smakkað.

Rétturinn sem steinliggur (fyrir 4)

  • 500 g ferskt ravíolí
  • 1 kúrbítur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • Handfyllli fersk basilika
  • 50 g parmesan
  • 250 g ricotta
  • Salt og pipar
  • 200 g frosnar grænar baunir
  • 1 mozzarella-kúla

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Rífið kúrbítinn niður með grófa hlutanum á rifjárni.
  3. Saxið hvítlauk og basilikum smátt. Og rífið parmesan ostinn niður.
  4. Blandið kúrbít, hvítlauk, basilikum og parmesan saman við ricotta og smakkið til með salti og pipar.
  5. Veltið ricottablöndunni, frosnum baunum og fersku ravíolí saman og setjið í eldfast mót. Rífið mozzarella yfir.
  6. Setjið inn í ofn í 20 mínútur þar til pastað er al dente og osturinn hefur bráðnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert