Þegar þú veist ekkert hvað á að vera í matinn – þá er þetta rétturinn sem þú skalt gera. Pastaréttur sem er einfaldur, fljótlegur og steinliggur að mati þeirra sem hafa smakkað.
Rétturinn sem steinliggur (fyrir 4)
- 500 g ferskt ravíolí
- 1 kúrbítur
- 2 stór hvítlauksrif
- Handfyllli fersk basilika
- 50 g parmesan
- 250 g ricotta
- Salt og pipar
- 200 g frosnar grænar baunir
- 1 mozzarella-kúla
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Rífið kúrbítinn niður með grófa hlutanum á rifjárni.
- Saxið hvítlauk og basilikum smátt. Og rífið parmesan ostinn niður.
- Blandið kúrbít, hvítlauk, basilikum og parmesan saman við ricotta og smakkið til með salti og pipar.
- Veltið ricottablöndunni, frosnum baunum og fersku ravíolí saman og setjið í eldfast mót. Rífið mozzarella yfir.
- Setjið inn í ofn í 20 mínútur þar til pastað er al dente og osturinn hefur bráðnað.