Grillaðar döðlur með beikoni og rósmarín

Grillaðar döðlur eru algjört sælgæti!
Grillaðar döðlur eru algjört sælgæti! mbl.is/Colourbox

Safaríkar döðlur, vafðar í beikon með rósmarín er það sem þú ætlar að grilla sem forrétt þetta sumarið. Þessi smáréttur er hreint út sagt unaðslegur svo ekki sé minna sagt.

Grillaðar döðlur með beikoni og rósmarín

  • 12 stórar döðlur
  • 3 rósmaríngreinar
  • 125 g beikon

Aðferð:

  1. Takið steininn úr döðlunum.
  2. Skerið rósmarínstilkana í minni bita og leggið inn í miðjuna á hverri döðlu þar sem steinninn var.
  3. Vefjið beikoni utan um hverja döðlu og settu döðlurnar á trépinna. Grillið á báðum hliðum þar til beikonið verður stökkt.
  4. Berið fram með köldu hvítvínsglasi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka