Hér eru þær allra trylltustu franskar sem þú munt smakka í boði Snorra Guðmunds. En þessar eru það ómótstæðilegar að slegist er um síðustu frölluna á disknum.
Snorri, sem heldur úti síðunni Matur og myndir, býður okkur upp á harissa-kryddaðar franskar með tzatziki-sósu sem er ómissandi með.
Frönskurnar sem þú munt ekki geta lagt frá þér (sem meðlæti fyrir 2)
- 40 ml japanskt majónes
- 40 ml sýrður rjómi
- 2 tsk. tzatziki-kryddblanda, Kryddhúsið
- Salt eftir smekk
- 400 g franskar kartöflur, 400 g, Snorri notar Aviko Super Crunch
- 0,5 tsk. marokkósk harissa-kryddblanda, Kryddhúsið
- 0,5 tsk. hvítlauksduft, Kryddhúsið
- 0,5 tsk. paprikuduft, 0,5 tsk., Kryddhúsið
- 3 g kóríander eða steinselja
Aðferð:
- Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og tzatziki kryddblöndu. Smakkið til með salti og geymið í kæli.
- Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr olíu og salti.
- Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeiningum á umbúðum en hrærið í 2-3 sinnum yfir bökunartímann.
- Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.
- Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa-kryddi, hvítlauksdufti og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.