Það var engin önnur en Elenora Rós Georgesdóttir sem fengin var til að búa til afmælisköku handa Nóa Síríus. Eins og sjá má er kakan sannkölluð súkkulaði- og karamelluveisla. Elenora tekur það skýrt fram að hver megi skreyta kökuna með sínu nefi og með sínu uppáhaldssælgæti.
Aðferð:
1. Byrjið á að hita ofninn í 165°C.
2. Hrærið saman þurrefni og smjör í 7-8 mínútur eða þar til þetta er orðið að mjöli og engir smjörkögglar eru eftir.
3. Á meðan hrærið þið saman sýrðan rjóma, olíu, egg og vanillu þangað til blandan er komin alveg saman.
4. Þegar þurrefnablandan er tilbúin hellið þið vökvablöndunni saman við og hrærið í mínútu.
5. Þegar deigið er komið saman hellið þið vatninu út í og hrærið í 1-2 mínútur.
6. Skiptið deiginu í tvennt. Bætið kakói og bræddu súkkulaði saman við annað deigið.
7. Setjið helminginn af súkkulaðideiginu og helminginn af vanilludeiginu í eitt kökuform og hinn helminginn í annað kökuform.
8. Rennið litlum hníf eða tannstöngli í gegnum deigið svo að það komi marmaraáferð á kökubotnana.
9. Bakið í 40 mínútur eða þar til hliðarnar fara að losna frá forminu og pinna er stungið í kökuna og hann kemur hreinn upp.
Smjörkrem
1. Bræðið saman rjóma og eina plötu af karamellufylltu súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið þessu að kólna vel.
2. Þeytið smjör í 4-6 mínútur.
3. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið í 6-8 mínútur.
4. Bætið bræddu blöndunni saman við smjörkremið og þeytið áfram þar til kremið er orðið silkimjúkt, létt og ljóst.
5. Blandið varlega saman við kremið karamellukurli og Nóa Kroppi.
Samsetning:
1. Setjið annan botninn á kökudisk.
2. Setjið kremið ofan á botninn og svo næsta botn ofan á.
3. Þekið kökuna með kremi og skreytið eftir smekk.